sunnudagur, desember 16, 2007

Iðunnareplin



Það er kominn tími á Jack skammtinn. Hver man ekki eftir æskueplum Iðunnar úr goðafræðinni? Það eru einmitt þau sem eru til umfjöllunar í myndskeiðinu, leyndarmálin sem stundum hægja á flæði tímans eða snúa því jafnvel við. Gaman að sjá hvað þessar ræður Jacks LaLanne standast tímans tönn og alltaf vex mér ásmegin við að horfa á þau.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Magi og mjóbak



Sterkir maga- og mjóbaksvöðvar eru mikilvægur hluti góðrar heilsu en oftar en ekki hefur fólk ekki hugmynd um hvernig best sé að æfa þessa frábæru líkamshluta. Yfirleitt verða magabeygjur fyrir valinu, einfaldlega vegna skorts á ímyndunarafli eða þekkingu. Í myndskeiðinu hér að ofan eru nokkrir skemmtilegir valkostir sýndir og skora ég á lesendur að prófa æfingarnar.