fimmtudagur, júlí 10, 2008

Tónlist

Tónlist hefur án tvímæla áhrif á okkur mannfólkið og er kjörið að nýta sér hana til framdráttar við æfingar. Persónulega finnst mér fátt jafnast á við tvöfaldan espressó, Rage Against the Machine og æfingaprógramm sniðið fyrir Kölska sjálfan. Hef þó ekki hugmynd um hvaða prógrammi Skrattinn er á en það hlýtur að vera rosalegt :)

Misjafn er þó smekkur manna og verður hver að finna eitthvað við sitt hæfi. Þetta lag má ég t.d. varla heyra án þess að byrja að skuggaboxa, hlaupa, gera armbeygjur og þar fram eftir götunum.

Tónlistina þarf þó ekki að takmarka við að peppa sig upp því hana má einnig nota til að slaka á eftir átökin. Fyrir þá vísindasinnuðu fann ég stutta grein um æfingar og tónlist.