sunnudagur, apríl 15, 2012

Jóga

Langar til að deila með ykkur þremur stuttum myndböndum af Ashtanga Yoga. Ashtanga Yoga byggist á seríum eða æfingaröðum sem nemendum eru skammtaðar eftir því hvað líkami þeirra leyfir hverju sinni. Ashtanga Yoga er því mikilvægt að stunda undir handleiðslu kennara sem sér og veit hvað iðkandinn er tilbúinn í auk þess þetta snýst um fleira en líkamsstöðurnar einar og sér.

Ég byrjaði sjálfur að stunda Ashtanga undir traustri handleiðslu Ingibjargar í Yogashala við Engjateig, aðeins innar en Gló, og hef síðan þá ferðast víða og æft undir handleiðslu kennara hér og þar og á leiðinni hlotið kennararéttindi. Eftir öll þessi ferðalög er það einlæg skoðun mín að Yogashala er jógastöð á heimsvísu og mitt persónulega uppáhald í bransanum.

Í myndböndunum að neðan má sjá Santinu gera fyrstu þrjár seríurnar og liggur að baki áralöng og öguð þjálfun þannig að hún bókstaflega svífur í gegnum þetta.





mánudagur, apríl 09, 2012

Sjófær er sjötugur



Jack LaLanne er þekktur fyrir allt annað en linkind og letilíf. Á sjötíu ára afmælisdaginn synti hann í handjárnum eina mílu með 70 árabáta í eftirdragi. Um borð í bátunum voru 70 farþegar. Aðspurður sagði hann leyndarmál sitt fyrir góðri heilsu og mikilli orku fyrst og fremst liggja í jákvæðu hugarfari og þeirri staðreynd að hann borðaði hollan mat og missti aldrei úr æfingu. Hann  lést í janúar í fyrra, 96 ára, en heldur áfram að hvetja fólk til dáða og mun ábyggilega gera um ókomna tíð.