laugardagur, september 29, 2007

Ekki er sama hvaðan gott kemur

Á undanförnum árum hafa Kínverjar sótt mjög í sig veðrið á framleiðslu ýmiss varnings sem notaður er við matvælaframleiðslu. Er nú svo komið að vörur frá Kína eru orðnar það miklu ódýrari að t.d. hefur stór hluti Vestrænna framleiðenda á askorbínsýru (c-vítamíni) lagt upp laupana. Askorbínsýra er m.a. notuð til að auka geymsluþol og reiða sig nú flestir á kínverska framleiðslu sem er um 80% af heimsframleiðslu.

Það hljómar vel að einhver geti framleitt sömu vöru fyrir tíunda hluta af því sem áður þekktist. Það fyrsta sem kemur í hugann eru allar kröfurnar sem t.d. evrópskar vörur þurfa að uppfylla til að komast til neytenda og hef ég einhvern veginn á tilfinningunni að í Kína sé þetta ekki svona nákvæmt. Ég spyr því: Er þetta í raun sama varan? Eftirfarandi texti gefur sterklega til kynna að svo sé ekki.

That's globalization. But there's a hidden price for cheap goods. Earlier this year, lead-contaminated multivitamins showed up on the shelves of U.S. retailers. And this spring, vitamin A from China contaminated with dangerous bacteria nearly ended up in European baby food (1).

Eftir að hafa lesið þessa klausu vakna spurningar um hve mikið af rusli sleppi á almennan markað þar sem ómögulegt er að prófa hverja einustu sendingu. Vissulega er fjöldinn allur af vörum rannsakaður og margar vörur bannaðar en stundum hafa þær líka verið teknar af markaði eftir að hafa verið til sölu í stórverslunum um hríð og jafnvel dregið neytendur til dauða (1, 2).

Þar sem mikið af þeirri vöru sem Kínverjar flytja út er notuð í Vestrænum matvælaiðnaði, og ekki tekið sérstaklega fram hvaðan hvert og eitt innihaldsefni er, er komin enn ein ástæðan til að halda sig við einfaldan, lítið unninn og góðan mat. Matvæli sem við vitum fyrir víst að þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur, eins og t.d. vottað lífrænt. Hvað segið þið um soðna ýsu, lífrænar kartöflur og dýrðlegt íslenskt salat með?

Tilvísanir:
1Frétt á www.npr.org, afar áhugaverð grein.
2Frétt á www.mbl.is

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Júmm einfalt er gott. Verst að kílóverð á salati er hærra en á humar á Íslandi :(

baldur sagði...

Þá er nú aldeilis heppilegt að Íslendingar eiga nóg af peningum :)

Sjaldan heyri ég nokkurn kvarta undan kílóverðinu á íslensku sælgæti, eins og t.d. Ópali ;)

Nafnlaus sagði...

Enda er kílóverð á sælgæti alls ekkert hátt á Íslandi. Myndi skipta á því og kílóverðinu á t.d. spínati og rucola með glöðu geði :)
Rucola kostar ekki nema rétt tæplega 6000 kr.kg og Spínatið á rúmlega 3000 kall kg.

Nafnlaus sagði...

En maður étur það nú samt :)