Það er kominn tími á Jack skammtinn. Hver man ekki eftir æskueplum Iðunnar úr goðafræðinni? Það eru einmitt þau sem eru til umfjöllunar í myndskeiðinu, leyndarmálin sem stundum hægja á flæði tímans eða snúa því jafnvel við. Gaman að sjá hvað þessar ræður Jacks LaLanne standast tímans tönn og alltaf vex mér ásmegin við að horfa á þau.
2 ummæli:
Skemmtilegt, students!
Frá hvaða ári skyldi þetta vera?
Ég held að Jack hafi verið fjörutíuogeitthvaðlágt þegar hann var með þessa þætti og giska því á að þættirnir séu u.þ.b. fimmtíu ára.
Aldur þáttanna er einmitt eitt af því sem mér finnst athyglisvert við þá því það sem karlinn segir hefur heldur betur staðist tímans tönn.
Skrifa ummæli