Jack LaLanne er þekktur fyrir allt annað en linkind og letilíf. Á sjötíu ára afmælisdaginn synti hann í handjárnum eina mílu með 70 árabáta í eftirdragi. Um borð í bátunum voru 70 farþegar. Aðspurður sagði hann leyndarmál sitt fyrir góðri heilsu og mikilli orku fyrst og fremst liggja í jákvæðu hugarfari og þeirri staðreynd að hann borðaði hollan mat og missti aldrei úr æfingu. Hann lést í janúar í fyrra, 96 ára, en heldur áfram að hvetja fólk til dáða og mun ábyggilega gera um ókomna tíð.
3 ummæli:
Svona vil ég verða þegar ég er orðin stór.
Segjum tvö!
Læk á þetta múskúlus!
Skrifa ummæli