Rakst á þetta myndskeið um sætuefnið aspartame og langar til að deila því með lesendum. Gjörið svo vel!
Sjálfur hef ég aldrei verið fyrir sætuefni gefinn og er feginn því. Fyrir þá sem langar að sneiða hjá aspartami er best að sleppa öllum diet og sykurskertum gosdrykkjum og lesa vandlega innihaldslýsingar vara sem merktar eru án viðbætts sykurs (t.d. skyr.is). Eins og fram kom í myndinni eru efni af þessu tagi á ótrúlegustu stöðum m.a. innihalda vítamíntuggutöflur fyrir börn oft mikið magn aspartams og matvæli sem markaðssett eru sem heilsufæði (t.d. prótínduft).
Einfaldast af öllu er vitanlega að kaupa lítið eða óunnin matvæli og reyna eftir megni að kaupa vöru sem uppfyllir staðla fyrir lífrænt ræktuð matvæli.
5 ummæli:
Hæhæ Baldur. Flott blogg hjá þér. Hlakka til að fylgjast með og fá smá inspiration :)
Kv. Kristjana
Sérlega Baldursleg síða, enda alvega frábær! Fylgist með þessari :)
Kveðja, Biggi
Þakka ykkur fyrir hvatninguna og gleður mig að síðan veiti innblástur, einu markmiði náð.
Að síðan sé frábær og fyrir vikið Baldursleg eru ummæli sem ég á engin önnur svör við en að þau séu ákaflega Biggaleg, enda frábær :)
Fín síða og sniðugt að hafa svolitla gagnvirkin (skoðanakönnun).
Áfram með omega3! (smjörið má salt kyrrt liggja)
Ég er svo ánægður með undirtektirnar! Rétt er að smjörið megi nú alveg missa sín á köflum og að omega-3 geri okkur gott :)
Ef maður þekkir góðan veiðimann (blink) er séns á villilaxi og þar eru einmitt ógrynni af áðurnefndum fitusýrum.
Skrifa ummæli