þriðjudagur, september 25, 2007

Upprisa

Upp er risið Heilsuhornið! Eftir langa þögn er kominn tími til að láta að sér kveða í efnisflokki heilsu og mataræðis, heilbrigðs lífsstíls. Ég kýs að kalla það heilræði, ekki bara mataræði heldur allan pakkann. Heilræði, heilræði, heilræði, það er eina vitræna nálgunin. Hvers vegna?

Tökum sem dæmi manneskju sem æfir eins og hún eigi lífið að leysa en sefur lítið, borðar óheilsusamlega og reykir í þokkabót. Ég þarf ekki að fjölyrða frekar um það að ekki dugir að hafa einn þátt í lagi, úr samhengi við hina. Líkaminn starfar sem heild og er hann hluti af annarri heild, sjálfum okkur. Hér er heilræða þörf!

Ég hygg á að setja inn mínar eigin pælingar og annað efni sem ég tel eiga erindi við lesendur. Hafi lesendur sérstakar spurningar eða fyrirspurnir af einhverju tagi reyni ég að svara þeim eftir bestu getu, ég er jú einkaþjálfari, og vona að ég geti hjálpað sem flestum.

3 ummæli:

baldur sagði...

Hérmeð prófa ég kommentakerfið og ef þú lest þetta hvet ég þig til að hafa samband. Má vera spurning, upplýsingar sem gagnast öðrum eða bara eitthvað sniðugt.

Unknown sagði...

Mér finnst þetta mjög skemmtilegt framtak og á eftir að kíkja hingað oft.
Englaform!

baldur sagði...

Takk fyrir undirtektirnar, það er enn skemmtilegra að skrifa þegar maður veit af áhugasömum lesendum :)