fimmtudagur, október 25, 2007

Hvatningarræða Steve Jobs



Þegar ég byrjaði að blogga um heilsu og þjálfun var Steve Jobs mér ekkert sérstaklega ofarlega í huga og í þessu tæplega korterslanga myndskeiði er viðfangsefni Steves ekki heilsufræði. Myndbandið er hvatningarræða sem hann hélt við brautskráningu kandídata í Stanford árið 2005. Ég hef hlustað oftar en einu sinni á þessa ræðu og finnst mikið til hennar koma.

Skilaboð ræðunnar eiga að mínu mati erindi við alla og er einhvern veginn bara einföld og þörf áminning um að lifa lífinu lifandi. Margir gullmolar þarna á ferðinni.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Þetta er aldeilis frábær ræða hjá Steve Jobs! Þörf áminning frá honum :-)

Unknown sagði...

Þú veist að hann er einn af oss, búinn að vera grænmetisæta lengi.

Unknown sagði...

Einn af oss... eins og hann tilheyri sértrúarsöfnuði :-)

Unknown sagði...

Já, þetta var mjög sterk ræða hjá honum. Það eru nú svo margir orðnir afhuga kjötáti að það er ekki lengur neitt sérvitringslegt við það held ég... ;-)