Fyrir mörgum árum las ég ansi góða bók sem heitir Diet for a Small Planet eftir Frances Moore Lappé og hafði feykilega gaman af. Í bókinni er fjallað um hve illa mannskepnan nýtir elsku jörðina okkar við matvælaframleiðslu og hvernig bæta megi úr því.
Í bókinni má einnig finna gnótt upplýsinga sem gagnast þeim sem vilja gerast grænmetisætur eða í það minnsta auka við grænmetis-, korn- og baunaneyslu. Sú útgáfa sem ég las kom út fyrir langalöngu, einhvern tímann á áttunda áratugnum, og gæti auðveldlega hafa gleymst í þeirri bókaglás sem til er um næringu og heilsu. Hún virðist þó hafa hitt í mark því hún hefur verið endurprentuð aftur og aftur.
Vísindamenn nútímans pæla greinilega eitthvað í þessa áttina og rakst ég á ansi áhugaverða grein um hvernig megi hámarka jarðnytin, greinilega innblásin af Frances Moore Lappé. Hér er linkurinn.
1 ummæli:
Diet for a small planet:
það er sko fín bók og þú varst eiginlega alinn á henni... Klassík!
Skrifa ummæli