mánudagur, nóvember 19, 2007

Kemur ekki beinlínis á óvart

Ekki get ég sagt að þessi frétt hafi beinlínis komið mér á óvart. Það er hins vegar afar jákvætt að sjá að niðurstöður vísindarannsókna hallist frekar með lífrænu heldur en ólífrænu og að þær nái í almennri athygli.

Persónulega þarf ekki niðurstöður af þessu tagi til að sannfæra mig þar sem eitur er nokkuð sem mig langar ekki til að borða. Ég á eiginlega bágt með að skilja þá hugsun að það að eitra matvæli til að geta framleitt meira af þeim sé betra heldur en að eitra þau ekki og framleiða mögulega aðeins minna til skamms tíma.

Eitthvað er sérdeilis bogið við rökin því samkvæmt þessu er eitraður matur betri en óeitraður á þeim forsendum að meira sé betra. Er semsagt betra að eiga marga ónýta banana heldur en nokkra góða? Önnur skekkja er sú að til langs tíma er magnið það sama samkvæmt langtímarannsóknum en framleiðslan öll umhverfisvænni með tilliti til bæði vatnsnotkunar og ástands jarðvegs.

Af þessum ástæðum og mörgum öðrum skil ég ekki hvers vegna eitraður matur er ekki sérmerktur sem slíkur í stað þess að merkja þurfi matvæli sérstaklega sem ræktuð eru með heilbrigðum aðferðum. Hvers vegna að eitra matinn til að framleiða meira til skamms tíma og hvers vegna að kaupa svoleiðis rusl ef hjá því er komist? Eins og hið nýkveðna segir: Betri er ætur matur en eitraður...

Fyrir þá sem vilja vita meira um hvað felist í hugmyndinni um lífræna ræktun bendi ég á:
økologi.dk
Lífrænt í Evrópu
Áhugaverð grein á wikipediu um lífræna ræktun með ótal tenglum
Um staðla og merki til að bera kennsl á lífrænt í boði wikipediu
Hvað er skordýraeitur?

2 ummæli:

Unknown sagði...

Heyr heyr! auðvitað er allt lífrænt eða þannig - en það sem er ræktað án eiturs og ofbeldis gegn náttúrunni er vitaskuld best. Annað áhyggjuefni af svipuðum toga er erfðabreyttar jurtir og íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sinnt því alvörumáli sem skyldi... því miður. Sumir segja að erfðabreytingar geti sparað mönnum eiturefnaúðun. Hvílík þvæla, það er eins og að pissa í skóinn.

baldur sagði...

Mér kemur í hug harðsoðin heimspeki sem góður maður kenndi mér nýlega: Ef meira að segja skorkvikindin fúlsa við því þá er ábyggilegt að ég et það ekki!