þriðjudagur, febrúar 12, 2008

The meatrix



Þessa frábæru teiknimynd fékk ég í tölvupósthólfið einhvern tímann í fyrndinni. Hvað sem fólk kýs að borða, hvort það flokkar sig sem grænmetis- eða kjötætur, er vert að leiða hugann að því ferli sem maturinn fer í gegnum áður en hann kemur inn á borð til okkar.

Það er ótrúlegt hvað mannskepnan getur gengið langt í því að hámarka gróðann af hverri framleiddri einingu og finnst mér barnalegt að halda að það sé eitthvað öðruvísi í matvælaiðnaðinum. Stundum hugsa ég með mér að peningafólk ætti ekki að hafa svona mikið um það að segja hvað sé framleitt og hvað ekki. Á veitingahúsum vonar maður t.d. að menntaðir kokkar sjái um matreiðsluna en ekki endurskoðendur. Pæling.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Meinhollt að rifja upp þessa ágætu teiknimynd!

Nafnlaus sagði...

Frábær framsetning á verksmiðjubúskapnum.
Um 1970 heimsótti ég "fyrirmyndarbú" af þessu tagi í Englandi. Áhrifin af þeirri heimsókn voru svo sterk að þau hafa mótað mitt viðhorf allar götur síðan.

Pétur afi

Unknown sagði...

Já, þær eru góðar og flott hjá að setja þær hér hjá þeir.
Pabbi