þriðjudagur, október 28, 2008

Heilsa

Oft þegar talað er um heilsu er andleg heilsa skilin útundan. Það er þó af og frá að skilja hana undan því í andanum er jú lykillinn að kraftinum til að gera nokkurn skapaðan hlut. Rétt eins og þegar kemur að leikfimi er hægt að feta margan slóðann til að bæta andlega heilsu.

Ein aðferðin er að lesa eitthvað sem veitir innblástur, þetta gæti t.d. verið vel skrifuð skáldsaga eða bíómynd. Önnur aðferðin er að slaka meðvitað á með aðstoð tónlistar, öndunaræfinga eða einfaldlega rólegri gönguferð úti í náttúrunni. Jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal er frábært atriði á þennan lista en það er mikið notað og með góðum árangri. Meðal þeirra sem nota jákvætt sjálfstal eru afreksíþróttamenn.

Hugleiðsla er svo enn eitt verkfærið og geysiöflugt. Margar leiðir eru í boði og um að gera að kynna sér málið. Óháð því hvaða aðferð er notuð er mikilvægt að ástunda hana jafnt og þétt svo ávinningurinn verði einhver.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Orð í tíma töluð.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Tónlist er öflugt tæki til að fínstilla sálarlífið, reykelsi og jurtate við arineld á löngum vetrarkvöldum...