Mikið hefur maður heyrt um að kaffi sé óhollt og er því jafnvel líkt við fúlasta eitur. Má vel vera að eitthvað sé til í því upp að einhverju marki þar sem kaffi er jú þvagræsandi og sé neysla á öðrum vökva lítil getur það leitt til vökvaskorts. Fleiri neikvæðar hliðarverkanir eru svo sem þekktar eins og minni gæði á svefni og svo framvegis.
Í þessum pistli langar mig hins vegar að beina sjónum að því jákvæða. Það er svo gott að vera jákvæður, eykur lífsgæði. Langtímarannsóknir hafa sýnt að áhrif kaffis á blóðþrýsting hafa verið ofmetin en þetta hefur valdið mörgum áhyggjum. Hins vegar er alveg ábyggilegt að langtímaáhyggjur valda háum blóðþrýstingi.
Það sem mér þótti merkilegast þegar ég fór að kafa í kaffibollann var að rannsóknir benda til þess að kaffið getir reynst hjálplegt í baráttu við sjúkdóma eins og krabbamein, sykursýki, Parkinsons-veiki og Alzheimer. Krabbameinin sem kaffið var talið minnka líkur á voru: Brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein. Það eru nefnilega andoxunarefni og pólífenólar í kaffi. Finnst mér vert að nefna það hér að hið svokallaða púðakaffi hefur af einhverjum ástæðum lítið af þessum jákvæðu eiginleikum og tíu sinnum meira af neikvæðu eiginleikunum.
Ég tek fram að þrátt fyrir þessa jákvæðu umfjöllun mæli ég ekki með því að fólk fari að þamba kaffi í miklu magni. Allt er gott í hófi og hvet ég lesendur til að einbeita sér að gæðunum og njóta þess að drekka almennilegt, gott kaffi.
6 ummæli:
Vonast fyrir góð ráð: Yfir daginn er innbyrt eftirfarandi,Hálft epli ,3 bollar kaffi, eitt mangó ,hálfur bolli haframjöl m/kanil og heitu vatni ,16 bollar te, er þá eðlilegt að viðkomandi sé hálft í hvoru sveittur allann daginn? takk fyrirfram allar ath.
Aldraðari Æfari
Alraðari Æfari
Það held ég nú! 16 bollar af tei daglega er ansi hressilegt magn og svitnar Æfarinn fyrir vikið líkast til óháð loftslagi eða hreyfingu. Geri ég ráð fyrir að um grænt eða svart te sé að ræða.
Til langs tíma myndi ég mæla með fjölbreyttara mataræði og umtalsvert fleiri hitaeiningum en þessi dagsskammtur býður upp á þó svo að allt af því sem upp er talið sé bæði hollt og gott.
Matseðillinn er snauður af ýmsum lífsnauðsynlegum fitusýrum, steinefnum og vítamínum. Geri ég því ráð fyrir að um tímabundinn kúr sé að ræða.
Takk eftir ráða góðari,
fór fyrir ráðin og í dag er matarvæðið svo farandi: hálft epli,tvö egg, 3 bollar kaffi,Rússnesk shúpa(uppskrift frá langömmu sem fann upp í Stalíngrad,sjóða allt svo lengi að hún er alltaf eins hvað sem er sett í hana,bæði góð sem hreinsilögur og frostlögur)5 bollar te,vatnað eftir getum. Svitanði ennmeira og er votnað milli skinns og beina. Getur verið eitthvað samhengi milli 200% lo
ft raka og þessa? batandi hveðjur Aldrðari Æfandari
Mæti Æfandari
Þetta lítur allt vel út og ágætt að blanda þessum tveimur matseðlum svolítið saman. Veit ég fyrir víst að þetta er allt útpælt hjá þér eins og fyrri daginn. Sakna þess þó að þú nefnir hvergi möndlurnar góðu en þeim hafa mætir menn mælt með í hvívetna.
200% rakastigið er erfitt að keppa við nema með sjálfsvarnarlist heimamanna. Hinni fornu Falang-Talkum-dobbelshowa.
batandi skilaði sér í hús og kom undirrituðum til vinnu :)
Æti Yogi
Eftir ítarlegar yfirlegu var Lita mataræðið fræga fyrir valinu.
Dagur1.Gulur:banani,brauðaldin,mangó
Dagur2.Rautt:epli,tómatur,steik
Dagur3.Grænt:kál,pipar,bananachilly
Dagur4:purple:drekaaldin,rauðrófa
Dagur5:orange:Appelsína,papaya
Dagur6:hvítt:mangosteen,rambutan
Dagur7
Nú er ég alveg í keng svo er þetta gott eða þarf eitthvað annað?
Enn Aldraðari Æfari
Þar sem Æfarinn er nú orðinn hálfur Aldaraðari mæli ég með öðru af tvennu eftirfarandi.
Afmæliskaffiskúrinn sem ég ætla ekki að fjölyrða um hér en myndi mæta á svæðið og passa uppá að helstu reglum yrði fylgt.
Áferðarkúrinn er svo nokkuð nýtt og áhugavert og byggist upp á vel völdum samsetningum eins og:
kíví og hamstur
'well done' Sörlaborgari og harðfiskur
blómkál, brokkólí og svínalungu
rambútan, jackfruit og broddgöltur
kandífloss, marengs, Einstein hárkolla og þeyttur rjómi
kaffi, appelsínusafi, vatn og mjólk
samsetningarnar eru heilagar og engin frávik leyfð. Kúrinn er talinn góður til að léttast en kemst hvergi nærri hinum fræga kjúklinga-sushi kúr, sem einnig er kallaður kamfíló-kraftaverkið.
En að öllu gamni slepptu þá eru litasamsetningar ansi skemmtileg leið til að fá góða næringu og gefa litirnir oft til kynna að einhver næringarefni séu í meiri mæli til staðar en önnur sbr. beta carotene í gulrótum. Hvort að það sé vænlegt að setja einn lit í þema fyrir heilan dag veit ég ekki en hef á tilfinningunni að það gæti orðið einhæft með tilliti til kolvetna-, fitu- og prótínhlutfalla.
Skrifa ummæli