miðvikudagur, október 10, 2007

Hvatning



Hér er á ferðinni hvatningarræða frá Al Pacino úr myndinni Any Given Sunday. Myndina hef ég ekki séð, ætla að bæta úr því, en ræðuna hef ég hlustað á nokkrum sinnum og alltaf veitir hún mér aukakraft til að halda áfram að gera það sem þarf til að ná markmiðum mínum.

Hvatning er hverri manneskju nauðsynleg og það sem Al Pacino segir, og hvernig hann segir það, virkar. Ræðuna má auðveldlega heimfæra á einstaklinga og önnur markmið óskyld amerískum fótbolta. Hluti af starfi einkaþjálfara er einmitt að hvetja fólk áfram og ef einhvern langar í aukainnblástur til að gera betur í dag en í gær þá er ræðan Pacinos málið.

Engin ummæli: