Oftsinnis hefur fólk komið að máli við mig og sagt að því finnist leiðinlegt að æfa. Yfirleitt heldur það áfram og segist oft hafa keypt sér kort í líkamsræktarstöð en aldrei haldið sig við það vegna leiðinda og áhugaleysis. Bíðum við!
Ef við setjum þetta upp í einhvers konar rökhugsun þá er auðvelt að sjá að æfingar eru risastórt mengi sem inniheldur nánast endalausa möguleika og að líkamsræktarstöðvar eru aðeins lítið mengi inní því. Þá vakna hjá mér spurningar.
- Er mögulegt að öflug markaðssetning líkamsræktarstöðva hafi einfaldlega skaðað ímyndunarafl almennings?
- Fer fólk kannski bara á stöðvarnar afþví að allir hinir gera það?
- Er þetta kannski bara afsökun til að fresta vandamálinu?
Kannski tekst það hjá honum, kannski verður það öðruvísi núna. Sennilegast er þó að hann mæti í mánuð og hætti svo, kaupi sér kók og snickers og horfi á aðra stunda íþróttir í sjónvarpinu. Fyrir hann Jón vin okkar væri sennilega best að byrja á einhverju einföldu sem t.d. væri hægt að vera í hóp.
Út um allt land er hægt að komast á garpasundæfingar, skokkhópa, gönguhópa og fleira. Ef ekkert af þessu tagi er starfrækt í nágrenninu er hægt að fara með einhverjum vini sínum og kannski stofna tveggja manna hóp og sjá hvort hann vaxi ekki.
Það þarf ekki að gjörbylta öllu í hvunndeginum til þess að uppskera einhvern ávinning. Aðalatriðið er að finna eitthvað sem manni þykir skemmtilegt eða sem maður finnur næga vellíðan af til að nenna aftur. Hér koma nokkrar hugmyndir fyrir þá sem ekki fíla líkamsræktarstöðvar:
- Sund
- Gera gólfæfingar á borð við armbeygjur, magabeygjur, bakfettur...
- Göngutúrar
- Kraftganga
- Skokk
- Jóga
- Pilates
- Hjólreiðar
4 ummæli:
Það er held ég einmitt fólk sem hefur atvinnu af einkaþjálfun og rekstri líkamsræktarstöðva sem er búið að koma því inn að þú verðir að hlaupa svona og lyfta svona og hinsegin til þessa að skila árángri. Svo heldur fólk að aðrir hlutir (eins og í listanum þínum t.d.) sé ekki nóg eða bara gagnslítið eða laust.
Það sem maður hefur gaman að getur aldrei verið gagnslaust.
Hafi maður ekki gaman að neinu hreyfingarkyns má minna á gullkornið:
Fake it til you make it!
Þannig verður t.d. hjólreiðamanía áunnin hneigð.
Hver sem ástæðan er þá er ljóst að margir virðast hafa gleymt gamalreyndum og góðum aðferðum. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að sé sú að allir séu að leita að hinni einu sönnu töfralausn.
Ég man t.d. eftir því, Biggi, þegar við vorum litlir og hlupum út um víðan völl í víkingaleikjum, hjuggum mann og annan í herðar niður. Þar fóru saman þol- og sprengiþjálfun með mikilvægasta elementinu: Leikgleði!
Sé maður ófær um að finna sér íþrótt sem svalar leikgleðinni er einmitt hægt að skapa t.d. áunna hjólamaníu. Þá er t.d. hægt að gera hlutina áhugaverðari (fake it) með því að fylgjast með bætingum, setja sér markmið, halda dagbók eða hvað sem virkar (till you make it).
Ég kannast alveg við að hafa fest í þessum vef hugsunargangs og halda að eina leiðin til að halda sér í formi væri að lyfta og sprikla í eróbikktímum og teygja sig eftir jóga, og helst allt saman á hverjum degi!
Ávinningurinn af því var reyndar sá að ég komst að því að lyftingar eru rosalega skemmtilegar. Það fylgir því hins vegar mikil frelsun og léttir fyrir fólk eins og mig þegar maður man eftir því að það er frábært að kíkja í sund eða fara í labbitúr eða kraftganga út Kársnesið, ég fæ nefnilega innilokunarkennd þegar skipulagið tekur völdin og ég sé fram á að mæta í þrekið þrisvar í viku til að gera sömu æfingarnar aftur og aftur og aftur...
Leikgleðin er tvímælalaust besta mótífið!
Skrifa ummæli