mánudagur, febrúar 18, 2008
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
The meatrix
Þessa frábæru teiknimynd fékk ég í tölvupósthólfið einhvern tímann í fyrndinni. Hvað sem fólk kýs að borða, hvort það flokkar sig sem grænmetis- eða kjötætur, er vert að leiða hugann að því ferli sem maturinn fer í gegnum áður en hann kemur inn á borð til okkar.
Það er ótrúlegt hvað mannskepnan getur gengið langt í því að hámarka gróðann af hverri framleiddri einingu og finnst mér barnalegt að halda að það sé eitthvað öðruvísi í matvælaiðnaðinum. Stundum hugsa ég með mér að peningafólk ætti ekki að hafa svona mikið um það að segja hvað sé framleitt og hvað ekki. Á veitingahúsum vonar maður t.d. að menntaðir kokkar sjái um matreiðsluna en ekki endurskoðendur. Pæling.
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Þróun (mittis)mála
Myndin skýrir sig nú alveg sjálf og eins og við vitum eru Bandaríkin ekki ein um þetta. Myndina fékk ég á weight.com. Eins og sjá má dreifir vandinn sér á svipaðan hátt og smitsjúkdómur. Krípí!
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Cliff Young
Þrátt fyrir nafnið þá er Cliff Young nú enginn unglingur lengur en hins vegar er hann mér mikill innblástur og enn ein sönnunin á því að hið ómögulega er hreint ekki svo ómögulegt. Hugurinn er öflugt fyrirbæri og betra að hafa hann með sér en á móti. Lesið söguna af Cliff Young. Það er líka grein um hann á Wikipediu.
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Afsakanir?
Ég hef heyrt ótrúlega margar afsakanir frá fólki sem nennir ekki að halda sér í formi. Nokkur dæmi eru: Ég á við gömul bakmeiðsl að stríða, ég er með léleg hné, það er svo mikið að gera í vinnunni, ég er þreytt/ur, ég er nýbúinn að borða, er of feitur, er of mjór, ég er með hausverk, það er rigning, ég hata mánudaga (þriðjudaga, miðvikudaga...), og svo framvegis.
Fyrir mér er þetta einfalt, málið snýst um að sýna sjálfum sér þá lágmarksvirðingu að fara vel með sig og líkamann. Fólk kaupir alls kyns þjónustu fyrir bílana sína, passar upp á að það sé nóg smurolía, vatn og frostlögur og allt skal vera af bestu sort. Þegar hins vegar kemur að því að hirða eigin líkama er það ódýrasta og oft á tíðum það lélegasta valið, hvað þá að viðhalda eða auka getu hans til að starfa almennilega með smáhreyfingu.
Sjálfsvirðingin er líklega orðin svo lítil að bíllinn er mikilvægari en líkaminn. Hættið að vorkenna sjálfum ykkur þó að vöðvana svíði aðeins undan mjólkursýrunni, vekið andann og njótið þess að geta æft. Dustin Carter, gaurinn í myndskeiðinu, er ekki að bera svona aumingjavæl fyrir sig, ber virðingu fyrir sjálfum sér og er tilbúinn að gera það sem gera þarf til að lifa lífinu lifandi.
Málið er ekki að allir þurfi alltaf að fara sömu leið í lífinu og ekki þurfum við öll að verða afreksíþróttamenn. En það má eitthvað á milli vera! Líkaminn er hannaður þannig að við verðum að nota hann til að viðhalda honum, use it or loose it. Þitt er valið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)