Ekki get ég sagt að þessi frétt hafi beinlínis komið mér á óvart. Það er hins vegar afar jákvætt að sjá að niðurstöður vísindarannsókna hallist frekar með lífrænu heldur en ólífrænu og að þær nái í almennri athygli.
Persónulega þarf ekki niðurstöður af þessu tagi til að sannfæra mig þar sem eitur er nokkuð sem mig langar ekki til að borða. Ég á eiginlega bágt með að skilja þá hugsun að það að eitra matvæli til að geta framleitt meira af þeim sé betra heldur en að eitra þau ekki og framleiða mögulega aðeins minna til skamms tíma.
Eitthvað er sérdeilis bogið við rökin því samkvæmt þessu er eitraður matur betri en óeitraður á þeim forsendum að meira sé betra. Er semsagt betra að eiga marga ónýta banana heldur en nokkra góða? Önnur skekkja er sú að til langs tíma er magnið það sama samkvæmt langtímarannsóknum en framleiðslan öll umhverfisvænni með tilliti til bæði vatnsnotkunar og ástands jarðvegs.
Af þessum ástæðum og mörgum öðrum skil ég ekki hvers vegna eitraður matur er ekki sérmerktur sem slíkur í stað þess að merkja þurfi matvæli sérstaklega sem ræktuð eru með heilbrigðum aðferðum. Hvers vegna að eitra matinn til að framleiða meira til skamms tíma og hvers vegna að kaupa svoleiðis rusl ef hjá því er komist? Eins og hið nýkveðna segir: Betri er ætur matur en eitraður...
Fyrir þá sem vilja vita meira um hvað felist í hugmyndinni um lífræna ræktun bendi ég á:
økologi.dk
Lífrænt í Evrópu
Áhugaverð grein á wikipediu um lífræna ræktun með ótal tenglum
Um staðla og merki til að bera kennsl á lífrænt í boði wikipediu
Hvað er skordýraeitur?
mánudagur, nóvember 19, 2007
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Allir á móti öllum
Oft á tíðum finnst mér sem heilsuumræðan ætli að eta sjálfa sig lifandi. Hvað á ég við með því? Jú, einn þjálfari sérhæfir sig í einni tegund þjálfunar og predikar hana sem hið endanlega svar við öllum heilsuvandamálum nútímans. Oft leiðast predikanirnar út í að telja upp vankanta og ófullkomnanir annara aðferða og þegar komið er út í þá sálma hefjast rifrildi og upphafleg markmið gleymast, þetta verða eins konar trúarbrögð.
Oft hefur fólk eitthvað til síns máls og vissulega eru æfingaprógrömm og aðferðir misvel úr garði gerðar, eins og gengur. Að mínu mati hefur þessi umræða hins vegar ruglað hinn almenna leikmann í ríminu og svo mjög að sumir leggja ekki einu sinni út í að æfa, einfaldlega allt of flókið fyrirbæri.
Leitin að hinu fullkomna æfingaprógrammi er hafin og hún mun taka langan tíma, það langan tíma að við ættum að æfa eitthvað á meðan. Þetta er að sumu leyti eins og að skrifa ritgerð, sama hvað maður leitar lengi að heimildum þá kemur ekkert út nema maður skrifi. Það er mikilvægt að setja undirbúningsferlinu ákveðin tímamörk og hefjast handa eftir það.
Hvers vegna að velta okkur upp úr smáatriðum eins og hvort sé betra að gera fjögur sett eða fimm þegar samfélagið stendur frammi fyrir umtalsvert alvarlegri vandamálum eins og t.d. offitu og óendanlega mörgum öðrum kvillum tengdum gölluðu líferni. Því hvet ég alla til drífa sig af stað, byrja að gera eitthvað frekar en ekki neitt. Tíu armbeygjur eru ekki aðeins margfalt betri en engar heldur óendanlega, það sama gildir um göngutúra, sundferðir, lyftingar, skokk og bara allt heila klabbið. Hver veit svo nema einhverju okkar takist að finna hið fullkomna prógramm einhvers staðar á leiðinni. Þó er ábyggilegt að til þess þarf að prófa ýmislegt :)
Hér koma tenglar á greinar sem henta mismunandi markmiðum:
Ítarleg og afar góð grein Mikes Mahlers um heilsu og þjálfun fyrir almenning
Æfingarútínur Daves Drapers, mestmegnis vaxtarræktarmiðaðar og með skemmtilegu kraftívafi en þó þess eðlis að allir sem hafa gaman af lyftingum finna eitthvað við sitt hæfi
Lærið að sippa hjá Ross Enamait
Hressandi tuska í andlitið fyrir bókstafstrúarfólk innan æfingageirans
Oft hefur fólk eitthvað til síns máls og vissulega eru æfingaprógrömm og aðferðir misvel úr garði gerðar, eins og gengur. Að mínu mati hefur þessi umræða hins vegar ruglað hinn almenna leikmann í ríminu og svo mjög að sumir leggja ekki einu sinni út í að æfa, einfaldlega allt of flókið fyrirbæri.
Leitin að hinu fullkomna æfingaprógrammi er hafin og hún mun taka langan tíma, það langan tíma að við ættum að æfa eitthvað á meðan. Þetta er að sumu leyti eins og að skrifa ritgerð, sama hvað maður leitar lengi að heimildum þá kemur ekkert út nema maður skrifi. Það er mikilvægt að setja undirbúningsferlinu ákveðin tímamörk og hefjast handa eftir það.
Hvers vegna að velta okkur upp úr smáatriðum eins og hvort sé betra að gera fjögur sett eða fimm þegar samfélagið stendur frammi fyrir umtalsvert alvarlegri vandamálum eins og t.d. offitu og óendanlega mörgum öðrum kvillum tengdum gölluðu líferni. Því hvet ég alla til drífa sig af stað, byrja að gera eitthvað frekar en ekki neitt. Tíu armbeygjur eru ekki aðeins margfalt betri en engar heldur óendanlega, það sama gildir um göngutúra, sundferðir, lyftingar, skokk og bara allt heila klabbið. Hver veit svo nema einhverju okkar takist að finna hið fullkomna prógramm einhvers staðar á leiðinni. Þó er ábyggilegt að til þess þarf að prófa ýmislegt :)
Hér koma tenglar á greinar sem henta mismunandi markmiðum:
Ítarleg og afar góð grein Mikes Mahlers um heilsu og þjálfun fyrir almenning
Æfingarútínur Daves Drapers, mestmegnis vaxtarræktarmiðaðar og með skemmtilegu kraftívafi en þó þess eðlis að allir sem hafa gaman af lyftingum finna eitthvað við sitt hæfi
Lærið að sippa hjá Ross Enamait
Hressandi tuska í andlitið fyrir bókstafstrúarfólk innan æfingageirans
mánudagur, nóvember 05, 2007
Kaffi eða ekki kaffi?
Nýverið las ég skemmtilega pælingu Ori Hofmeklers um kaffi. Sjálfur drekk ég kaffi og líkar vel þó vitanlega séu kaffi og kaffi sjaldnast það sama. Sem þjálfari fæ ég gjarnan spurningar um kaffi og hvort það sé hollt eða óhollt. Pæling Oris dekkar spurningarnar ansi vel.
Fyrir þá sem langar til að finna út úr því hverslags kaffi þeir séu, bendi ég á kaffiprófið góða á froskur.net
Fyrir þá sem langar til að finna út úr því hverslags kaffi þeir séu, bendi ég á kaffiprófið góða á froskur.net
föstudagur, nóvember 02, 2007
Ný könnun!
Drykkjakönnunin hefur nú verið tekin af síðunni og ný er komin í staðinn. Nú leikur mér hugur á að vita hvaða nasl sé í uppáhaldi meðal lesenda. Eins og venjulega er þetta spurning um líf og dauða og full ástæða til að fá magasár og prófkvíða.
Niðurstöður drykkjakönnunarinnar
Niðurstöður drykkjakönnunarinnar liggja nú fyrir og voru hlutföllin sem hér segir:
11% Espresso (3)
3% Grænt te (1)
44% Nýpressaður ávaxtasafi (12)
37% Vatn (10)
3% Gos (1)
Tölurnar í svigunum standa fyrir fjölda einstaklinga sem valdi viðkomandi lið. Eitthvað er nú kannanakerfið ófullkomið því samanlögð prósenta er 98%, nema það sé svo geysifullkomið að það viti sem er að könnun af þessu tagi mun aldrei gefa 100% hugmynd um viðfangsefnið. Skiptir svo sem ekki miklu máli þar sem kannanirnar á síðunni eru nú meira til gamans gerðar en að rita upp úr þeim langar tölfræðipælingar :)
11% Espresso (3)
3% Grænt te (1)
44% Nýpressaður ávaxtasafi (12)
37% Vatn (10)
3% Gos (1)
Tölurnar í svigunum standa fyrir fjölda einstaklinga sem valdi viðkomandi lið. Eitthvað er nú kannanakerfið ófullkomið því samanlögð prósenta er 98%, nema það sé svo geysifullkomið að það viti sem er að könnun af þessu tagi mun aldrei gefa 100% hugmynd um viðfangsefnið. Skiptir svo sem ekki miklu máli þar sem kannanirnar á síðunni eru nú meira til gamans gerðar en að rita upp úr þeim langar tölfræðipælingar :)
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Gott form
Þessa grein skrifað ég þann 29. mars árið 2002 og finnst full ástæða til að birta hana aftur þar sem hennar er enn þörf. Gjörið svo vel:
Hvað er gott form? Er gott form að geta sýnt magavöðvana? Er gott form að geta hlaupið tíu kílómetra í einu? Er gott form að lyfta hundrað kílóum í bekkpressu? Svarið við fyrstu spurningunni er nei. Svarið við annarri og þriðju spurningu er afstætt. Til er fólk sem lyftir þungum lóðum eins og ekkert sé en getur svo ekki gengið hálfan kílómetra án þess að pústa. Svo eru þeir sem geta gengið endalaust en engu lyft. Mér finnst það liggja beint við að sitt lítið af hverju er sniðugt í þessum efnum og ef æfingarnar eru fjölbreyttar þá hlýtur líkaminn að verða fjölhæfari. Ef fólk gerir ekkert til að auka þol þá eykst þolið einfaldlega ekki, líklegra er að það minnki. Það sama gildir um sprengikraftinn.
Sjálfsagt eru margir orðnir ringlaðir og sjá fyrir sér endalausar þolfimiæfingar og marga tíma í lyftingasal fyrir utan stór fjárútlát í æfingastöðvar og fæðubótarefni. Sleppið fæðubótarefnum, þau eru að jafnaði rusl. Já, já einhver rannsókn benti til þess að blablabla. Hverjir fjármagna rannsóknirnar? Hvaða aðferð var notuð? Lásuð þið skýrsluna eða var bara einhver sem kastaði þessu fram? Jæja en segjum nú sem svo að rannsóknin sé góð og gild og niðurstöðurnar dagsannar. Hafa matvæli versnað eitthvað síðustu árþúsundin? Er mjólk og skyr eitthvað öðruvísi en fyrir fimmtíu árum? Neineinei. Hluti af því að vera heilbrigður er að borða hollan, góðan og fjölbreyttan mat.
Það er hægt að hreyfa sig á fleiri stöðum en á æfingastöðvum. Við erum vel flest með tvær hendur og tvo fætur og kunnum ansi mörg að ganga. Armbeygjur nútímans eru ekki verri en armbeygjur voru fyrir 500 árum. Teygjuæfingar er hægt að gera hvar sem er. Það er engin ein aðferð til æfinga réttari en önnur og það er ákaflega misjafnt hvað hentar hverjum. Sumum finnst gott að synda 500 m meðan öðrum finnst gott að ganga 2 km. Enn betra væri að labba upp í sundlaug og synda 500 m og gera svo nokkrar armbeygjur inn í útiklefa, daginn eftir væri svo kjörið að hífa sig upp á stöng áður en maður stingur sér til sunds.
Eins og sjá má þá er það fjölbreytnin sem skiptir hvað mestu máli þegar talað er um gott form. Ég þekki meira að segja fólk sem notar garðrækt sem líkamsrækt með alveg hreint ákaflega góðum árangri og reynið ekki að telja mér trú um að æfingar geti ekki orðið að áhugamáli. Garðrækt og kajakróður hmmm, skíði og sund... Það má finna margar og skemmtilegar leiðir að fjölbreyttum og hollum lífsstíl.
Hvað er gott form? Er gott form að geta sýnt magavöðvana? Er gott form að geta hlaupið tíu kílómetra í einu? Er gott form að lyfta hundrað kílóum í bekkpressu? Svarið við fyrstu spurningunni er nei. Svarið við annarri og þriðju spurningu er afstætt. Til er fólk sem lyftir þungum lóðum eins og ekkert sé en getur svo ekki gengið hálfan kílómetra án þess að pústa. Svo eru þeir sem geta gengið endalaust en engu lyft. Mér finnst það liggja beint við að sitt lítið af hverju er sniðugt í þessum efnum og ef æfingarnar eru fjölbreyttar þá hlýtur líkaminn að verða fjölhæfari. Ef fólk gerir ekkert til að auka þol þá eykst þolið einfaldlega ekki, líklegra er að það minnki. Það sama gildir um sprengikraftinn.
Sjálfsagt eru margir orðnir ringlaðir og sjá fyrir sér endalausar þolfimiæfingar og marga tíma í lyftingasal fyrir utan stór fjárútlát í æfingastöðvar og fæðubótarefni. Sleppið fæðubótarefnum, þau eru að jafnaði rusl. Já, já einhver rannsókn benti til þess að blablabla. Hverjir fjármagna rannsóknirnar? Hvaða aðferð var notuð? Lásuð þið skýrsluna eða var bara einhver sem kastaði þessu fram? Jæja en segjum nú sem svo að rannsóknin sé góð og gild og niðurstöðurnar dagsannar. Hafa matvæli versnað eitthvað síðustu árþúsundin? Er mjólk og skyr eitthvað öðruvísi en fyrir fimmtíu árum? Neineinei. Hluti af því að vera heilbrigður er að borða hollan, góðan og fjölbreyttan mat.
Það er hægt að hreyfa sig á fleiri stöðum en á æfingastöðvum. Við erum vel flest með tvær hendur og tvo fætur og kunnum ansi mörg að ganga. Armbeygjur nútímans eru ekki verri en armbeygjur voru fyrir 500 árum. Teygjuæfingar er hægt að gera hvar sem er. Það er engin ein aðferð til æfinga réttari en önnur og það er ákaflega misjafnt hvað hentar hverjum. Sumum finnst gott að synda 500 m meðan öðrum finnst gott að ganga 2 km. Enn betra væri að labba upp í sundlaug og synda 500 m og gera svo nokkrar armbeygjur inn í útiklefa, daginn eftir væri svo kjörið að hífa sig upp á stöng áður en maður stingur sér til sunds.
Eins og sjá má þá er það fjölbreytnin sem skiptir hvað mestu máli þegar talað er um gott form. Ég þekki meira að segja fólk sem notar garðrækt sem líkamsrækt með alveg hreint ákaflega góðum árangri og reynið ekki að telja mér trú um að æfingar geti ekki orðið að áhugamáli. Garðrækt og kajakróður hmmm, skíði og sund... Það má finna margar og skemmtilegar leiðir að fjölbreyttum og hollum lífsstíl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)